Erlent

Áttatíu fórust í bardögum í austurhluta Sýrlands

atli ísleifsson skrifar
ISIS-liðar hafa ráðið yfir stærstum hluta borgarinnar frá árinu 2015. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
ISIS-liðar hafa ráðið yfir stærstum hluta borgarinnar frá árinu 2015. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Rúmlega áttatíu manns hafa farist í bardögum sýrlenska hersins og sveita hryðjuverkasamtakanna ISIS í borginni Dayr al-Zor í austurhluta Sýrlands síðan á laugardag.

Frá þessu greina samtökin Syrian Observatory for Human Rights.

ISIS-liðar hafa ráðið yfir stærstum hluta borgarinnar frá árinu 2015, en sýrlenski stjórarherinn yfir nokkrum hverfum sem og flugvelli borgarinnar.

Liðsmenn ISIS hafa sótt fram síðustu daga og er sóknin sú mesta og mannskæðasta í borginni síðastliðið ár.

SOHR segja að fjórtán af 82 sem hafa fallið síðustu daga séu óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×