Innlent

Átta vilja taka við embætti svæðisstjóra RÚVAK

Atli Ísleifsson skrifar
RÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum.
RÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum. Vísir/GVA
Átta umsóknir bárust um stöðu svæðisstjóra RÚVAK hjá Ríkisútvarpinu. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Í fréttatilkynningu frá RÚV er birtur listi yfir umsækjendurna:



  • Björn Þorláksson - Ritstjóri og rithöfundur
  • Freyja Dögg Frímannsdóttir - Verkefnastjóri
  • Hulda Sif Hermannsdóttir - Verkefnastjóri viðburða og menningarmála Akureyrarstofu
  • Ingibjörg Ingadóttir - Framhaldsskólakennari og meistaranemi
  • Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð - Sýningarstjóri
  • Sigurður Einarsson - Framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík
  • Sveinn H. Guðmarsson    - Fréttamaður
  • Óli Örn Andreassen - Dagskrárgerðarmaður


Í tilkynningunni segir að RÚV ætli að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum. „Framundan er vinna við endurskipulagningu, þróun og uppbyggingu til framtíðar á starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins. Svæðisstjóri RÚVAK mun leiða þær breytingar sem framundan eru á starfsemi RÚV á landsbyggðinni. Í starfinu felst meðal annars ábyrgð á fréttaflutningi og dagskrárgerð svæðisstöðva í sjónvarpi, útvarpi og á vefnum. Ýmsar breytingar eru áformaðar, meðal annars verður lögð aukin áhersla á miðlun svæðisbundinna frétta á vef RÚV.

RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í öllum landshlutum en starfsfólki RÚV á landsbyggðinni hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum. Ný yfirstjórn RÚV hefur boðað að aukin áhersla verði lögð á landsbyggðina í starfsemi RÚV. Endurskipulagning starfseminnar á Akureyri er fyrsta skrefið í þá átt,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×