Enski boltinn

Átta núll í tilboðinu frá Kína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Fyrir fáeinum vikum var greint frá því að kínverska félagið Shanghai SIPG FC, lið Sven-Göran Eriksson, væri á höttunum eftir Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United.

Rooney mun hafa hafnað tilboðinu og ef marka má skrif fjölmiðlamannsins Piers Morgan þurfti Rooney að hafna ótrúlegum fjárhæðum.

Morgan skrifar í dálki sínum sem birtist um helgina að á laugardagskvöldi í febrúar hafi hann fengið símtal frá Rooney til að ræða um góðgerðarleik Rooney sem fram fer í sumar.

Sjá einnig: Rooney á leið til Kína?

Morgan spurði hann út í áhugann frá kínverskum liðum og samkvæmt skrifum hans mun Rooney hafa staðfest fréttir enskra miðla.

„Hvaða laun erum við að tala um,“ spurði Morgan og Rooney greindi treglega frá því.

Morgan sagði að sér hefði orðið illt í maganum af því að heyra upphæðina, sem mun hafa verið með átta núll. Það gerir að minnsta kosti 100 milljónir punda - meira en átján milljarðar króna. Eftir skatta.

„Ég sé svo reyndar annan kost við það að fara til Kína,“ sagði Morgan við Rooney.

„Nú, hver?“

„Kínversku stuðningsmennirnir hafa ekki hugmynd um hversu hægur þú ert orðinn.“

Smelltu hér til að lesa pistil Morgan.


Tengdar fréttir

Ekkert tilboð frá Kína í Rooney

The Mirror sló því upp að Shanghai Shenhua væri reiðubúið að greiða stjarnfræðilegar upphæðir fyrir þjónustu Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×