FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 10:35

Um 60 prósent hćlisumsókna frá Makedónum og Albönum

FRÉTTIR

Átta íslensk mörk í tapi gegn Nimes

 
Handbolti
17:30 31. JANÚAR 2016
Karen í leik međ íslenska landsliđinu.
Karen í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Þrátt fyrir stórleik Karenar Knútsdóttar þurfti Nice að sætta sig við naumt þriggja marka tap gegn Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en Karen skoraði sjö af 22 mörkum liðsins í dag.

Karen, Arna Sif Pálsdóttir og stöllur í Nice vissu að með sigri gætu þær sett pressu á liðin fyrir ofan sig og komist yfir Nimes en Nice vann leik liðanna í franska bikarnum á dögunum.

Var greinilegt að leikmenn Nimes ætluðu að hefna fyrir tapið en Nimes leiddi allt frá fyrstu mínútu og tók fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 12-7.

Leikmenn Nice náðu ekki að ógna forskotinu í seinni hálfleik en næst komust þær þegar þær minnkuðu muninn í þrjú mörk stuttu fyrir leikslok. Lengra komust þær ekki og þurftu að sætta sig við naumt tap.

Karen var markahæst í liði Nice með 7 mörk úr 13 skotum og eina stoðsendingu en Arna Sif var með eitt mark úr eina skoti sínu í leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Nantes á útivelli á laugardaginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Átta íslensk mörk í tapi gegn Nimes
Fara efst