Handbolti

Átta íslensk mörk í stórsigri Rhein Neckar-Löwen

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stefán var góður í öflugu liði Ljónanna
Stefán var góður í öflugu liði Ljónanna
Þýska liðið Rhein Neckar-Löwen vann öruggan sigur á franska liðinu Montpellier 35-24 í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Þýskalandi í kvöld.

Rhein Neckar-Löwen var með yfirhöndina allan leikinn og var sjö mörkum yfir í hálfleik 18-11.

Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson léku stóran hluta leiksins fyrir Ljónin. Stefán Rafn skoraði 5 mörk og var næst markhæstur í liðinu. Alexander skoraði 3 mörk. Bjarte Myrhol var markahæstur með sex mörk.

Þetta er frábær byrjun hjá Löwen í Meistaradeildinni en Montpellier hefur farið vel af stað í deildinni í Frakklandi og unnið alla þrjá leiki sína. Löwen er á toppnum í þýsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×