Handbolti

Átta íslensk mörk í sigri Aue | Sjötti sigur Eisenach í röð

Ingvi Þór Sæmunsson skrifar
Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Aue í dag.
Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Aue í dag. vísir/daníel
Íslendingarnir í liði Aue í þýsku B-deildinni í handbolta voru öflugir þegar liðið lagði Hüttenberg að velli í dag.

Þetta var annar sigur Aue í röð en liðið er með 22 stig í 9. sæti deildarinnar.

Sigtryggur Rúnarsson, sonur þjálfarans Rúnars Sigtryggssonar, skoraði fjögur mörk fyrir Aue og þeir Bjarki Már Gunnarsson og Hörður Sigþórsson tvö mörk hvor. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki liðsins, en Árni Þór Sigtryggsson lék ekki með Aue í dag.

Annað Íslendingalið, Emsdetten, steinlá fyrir Hamm-Westfalen á útivelli, 31-23.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten, Anton Rúnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson tvö hvor og Oddur Gretarsson eitt.

Eisenach vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Empor Rostock að velli, 35-28, á heimavelli.

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Eisenach en hann hefur verið iðinn við kolann á undanförnum vikum. Hannes Jón Jónsson skoraði tvö mörk.

Eisenach er í 7. sæti með 25 stig, einu stigi minna en Grosswallstadt sem vann öruggan sigur á botnliði Eintracht Baunatal.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×