Lífið

Átta hundruð gestir mættu á opnun HAUSTS - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg stemning á staðnum.
Skemmtileg stemning á staðnum. vísir/haust
Um 800 gestir mættu á formlega opnun á hinum glæsilega veitingastað HAUST Restaurant sem er staðsettur á stærsta hóteli landsins, Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg.

Stjörnukokkurinn Jónas Oddur Björnsson bauð gestum að gæða sér á bragðprufum af árstíðabundnum matseðli staðarins ásamt tilheyrandi guðaveigum. Einnig var gefið smakk af hinum rómaða svarta hvítlauk hans Jónasar Odds yfirkokks, bragði sem er allt í senn sætt, salt, beiskt og súrt; einstök umami bragðupplifun.

Nýtt Jazztríó að nafni Haus skipað Sigríði Thorlacius, Ómari Guðjónssyni og Inga Björn Ingasyni lék íslenska rokkslagara í nýjum útsetningum. Sveitin var sett saman fyrir þennan viðburð og lék meðal annars nýjar útgáfur af lögum efitr Utangarðsmenn, HAM, Sykurmolunum, Ensími, Dúkkulísunum og fleirum.

Það var gríðarleg stemming og allir í skýjunum með þennan frábæra veitingastað. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×