Innlent

Átta fastir á Öxnadalsheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaðurinn gaf þá skýringu að flutningabílstjóri hefði sagt sér að hann kæmist örugglega yfir heiðina.
Ökumaðurinn gaf þá skýringu að flutningabílstjóri hefði sagt sér að hann kæmist örugglega yfir heiðina.
Björgunarsveit frá Akureyri var kölluð út klukkan hálf eitt í nótt til að sækja átta manneskjur, sem sátu fastar í tveimur bílum í Bakkaselsbrekku við Öxnadalsheiði.

Fólkið var á leið frá Akureyri og ók framhjá stóru ljósaskilti við Þelamerkurskóla þar sem sagði að heiðin væri lokuð og ætluðu lögreglumenn, sem haft var samband við, að láta fólkið bíða í bílunum í nótt þar til vegagerðin hæfist handa við mokstur undir morgun, en þegar í ljós kom að í öðrum bílnum væri tveggja ára gamalt barn var ákveðið að kalla út björgunarsveit.

Fólkið allt eru Íslendingar og gaf annar ökumaðurinn þá skýringu að flutningabílstjóri hefði sagt sér að hann kæmist örugglega yfir heiðina, en upplýsingar á heimasíðu Vegagerðarinnar og ljósaskiltið gáfu hinsvegar annað til kynna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×