Erlent

Átta börn fundust látin á heimili sínu

Fjölmiðlar í Ástralíu segja að börnin hafi öll verið stungin til bana.
Fjölmiðlar í Ástralíu segja að börnin hafi öll verið stungin til bana. Vísir/AP
Átta börn á aldrinum átján mánaða til fimmtán ára fundust látin á heimili sínu í Áströlsku borginni Cairns í Queensland fylki í nótt. Fjölmiðlar í Ástralíu segja að börnin hafi öll verið stungin til bana en lögregla hefur enn lítið staðfest annað en að þrjátíu og fjögurra ára gömul kona hafi fundist á staðnum með nokkur stungusár.

Hún mun vera í stöðugu ástandi en lögreglu hefur þó ekki tekist að ræða við hana enn sem komið er. Tony Abbott forsætisráðherra hefur þegar gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að um hryllilegan glæp sé að ræða og að ástralska þjóðin sé slegin óhug yfir fréttunum.

Lögregla fullyrðir að almenningur sé ekki í hættu en óljóst er þó hvort konan sem fannst særð á vettvangi sé grunuð um að hafa stungið börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×