Innlent

Átta bíla árekstur á Holtavörðuheiði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Af Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Af Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni. Vísir/GVA
Klukkan 13:12 barst lögreglu tilkynning um fjöldaárekstur á Holtavörðuheiði þar sem að minnsta kosti átta bílar rákust saman.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.

Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega í árekstrinum en lögregla er á leið á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið sé að loka Holtavörðuheiði vegna óhappsins og vegna versnandi veðurs. Óvíst er hvenær heiðin verður opnuð aftur. Hjáleið er um Laxárdalsheiði en þar er þæfingsfærð. Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar sést að skyggni er afar slæmt á heiðinni.

Uppfært 15:35:

Lögregla og viðbragðsaðilar vinna nú að því að koma fólki niður af heiðinni. Beðið er eftir dráttarbílum til að losa bíla af heiðinni.

Einhver minniháttar slys urðu á fólki en enginn er talinn alvarlega slasaður.

Holtavörðuheiði er enn lokuð vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×