Erlent

Átta ára stúlka útnefnd ein af þeim áhrifamestu á netinu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Tímaritið Time útnefndi í gær átta ára ára sýrlenska stúlku eina af áhrifamestu manneskjum internetsins. Stúlkan vakti heimsathygli með Twitter færslum frá hinni stríðshrjáðu heimaborg sinni, Aleppo.

Bana Alabed er frá borginni Aleppo í Sýrlandi, þar sem blóðug styrjöld hefur geysað í á sjöunda ár. Í september í fyrra, þá sjö ára gömul, hóf hún að tísta á Twitter-reikningnum@AlabedBana og sýndi hún þar myndir og myndbönd frá lífi sínu í hringiðu stríðsátakanna í Sýrlandi.

Í desember komst Bana ásamt fjölskyldu sinni til Tyrklands, en framlag hennar til að láta umheiminn vita af ástandinu í Sýrlandi vekur áfram verðskuldaða athygli og þrjú hundruð sextíu og níu þúsund manns fylgja henni á samfélagsmiðlinum.

Bana kveðst heppin að vera á lífi, en bæði heimili hennar og skóli urðu sprengjuregni stríðsins að bráð. Rætt er við hana í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×