Erlent

Átta ára drengur lét lífið í sprengingu í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Átta ára drengur lét lífið þegar sprenging varð í íbúð í Gautaborg í Svíþjóð nú í nótt. Lögreglan segir að handsprengju hafi verið kastað inn í íbúð þar sem nokkrir fullorðnir og fimm börn voru. Handsprengjunni var kastað inn um glugga en lögreglan telur mögulegt að um hefndarárás hafi verið að ræða.

Drengurinn lét lífið á sjúkrahúsi, en tilkynning vegna árásarinnar barst til lögreglunnar klukkan þrjú í nótt.

Í íbúðinni bjuggu einstaklingar sem meðal annars hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi. Þar á meðal einn maður sem hafði verið dæmdur fyrir bannvæna skotárás í borginni í fyrra. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

The Local bendir á að í fyrra hafi fjögurra ára stúlka látið lífið í bílasprengju, en glæpagengi hafa barist um yfirráð í Gautaborg.

Þar er einnig haft eftir talsmanni lögreglunnar að árásin hefði auðveldlega getað farið verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×