Sport

Átta ár frá hraðasta spretti allra tíma | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt fagnar heimsmetinu.
Bolt fagnar heimsmetinu. vísir/getty
Þar sem Usain Bolt hefur lagt hlaupaskóna á hilluna er lítið annað hægt en að hlýja sér við stórkostlegar minningar af hans bestu hlaupum.

Í dag eru átta ár síðan Bolt bætti eigið heimsmet í 100 metra hlaupi á HM í Berlín. Þá hljóp hann metrana hundrað á 9,58 sekúndum. Það heimsmet stendur enn.

Það er algjörlega magnað að rifja þetta hlaup upp og sjá hraðann á Jamaíkamanninum.

Tyson Gay var við hlið hans og einnig voru í hlaupinu meðan annars Asafa Powell og Dwain Chambers.

Hlaupið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×