Fótbolti

Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna marki Kolbeins Sigþórssonar. Það var sannkallað liðsátak sem skapaði það mark.
Íslensku strákarnir fagna marki Kolbeins Sigþórssonar. Það var sannkallað liðsátak sem skapaði það mark. Vísir/Getty
Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu.

Íslenska liðið átti níu sendingar áður en Kolbeinn Sigþórsson skoraði markið og Kolbeinn var allt í öllu í upphafi sóknarinnar áður en hann kom sér inn í teig til að taka við stoðsendingunni frá Jóni Daða Böðvarssyni.

Alls komu átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins að samspili liðsins fyrir markið eða allir nema Hannes Þór Halldórsson markvörður, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason.

Ragnar Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Már Sævarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson átti allir heppnaða sendingu í aðdraganda marksins.

Hér fyrir neðan má sjá sendingar íslenska liðsins fyrir markið.

Sendingar innan íslenska liðsins fyrir markið hjá Kolbeini

1) Ragnar Sigurðsson á Kolbein Sigþórsson

2) Kolbeinn Sigþórsson á Birki Bjarnason

3) Birkir Bjarnason á Kolbein Sigþórsson

4) Kolbeinn Sigþórsson á Aron Einar Gunnarsson

5) Aron Einar Gunnarsson á Birki Má Sævarsson

6) Birkir Már Sævarsson á Jóhann Berg Guðmundsson

7) Jóhann Berg Guðmundsson á Gylfa Þór Sigurðsson

8) Gylfi Þór Sigurðsson á Jón Daða Böðvarsson

9) Jón Daði Böðvarsson á Kolbein Sigþórsson

Kolbeinn Sigþórsson skorar

Lokahnykkurinn í marki Kolbeins Sigþórssonar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×