Tónlist

Átrúnaðargoðin segja lífið vera striga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðjón Heiðar og Bragi Björn
Guðjón Heiðar og Bragi Björn
Átrúnaðargoðin er nýtt rappband sem hefur vakið talsvert umtal þrátt fyrir að hafa látið lítið fyrir sér fara hingað til. Meðlimir eru þeir Guðjón Heiðar og Bragi Björn en hvorugur þeirra hafa verið áberandi í rappsenunni á Íslandi til þessa.

Guðjón kom fram í lagi Futuregrapher, Think en hafði þar á undan verið í rokksveitinni Palindrome og satíru strákabandinu 3G´s sem átti nokkur vinsæl lög um aldamótin. Bragi hefur sungið með blúsrokkbandi og undanfarið einbeitt sér að ljóðalestri með ljóðskáldunum í Fríyrkjunni.

Upptökustjóri hljómsveitarinnar er enginn annar en gangandi goðsögnin Gnúsi Yones, einn af stofnmeðlimum Amaba Dama og Subterranean. Hann hefur áður stjórnað upptökum fyrir Ojba Rasta, Reykjavíkurdætur, Cell7 og Amaba Dama sem öll hafa notið mikilla vinsælda.

Nú er fyrsta tónlistarmyndband drengjanna tilbúið en það er við lagið „Lífið er Strigi“. Myndbandið var tekið upp, samið og leikstýrt af Braga Birni Átrúnaðargoði. Strákarnir koma svo fram á tveimur tónleikum í júní ásamt Blaz Roca; á Spot í Kópavogi og Gauk á Stöng.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×