Viðskipti innlent

Átökin um DV: Jón Trausti hættur og Þorsteinn tekur við

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Trausti og Heiða eru bæði farin frá DV.
Jón Trausti og Heiða eru bæði farin frá DV.
Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV ehf, er tekinn við af Jóni Trausta Reynissyni sem framkvæmdastjóri DV ehf., samkvæmt heimildum Vísis. Jón Trausti mun láta af störfum. Heimildir Vísis herma að Þorsteinn muni gegna stöðu framkvæmdastjóra tímabundið.

Heiða B. Heiðarsdóttir hefur einnig samið um starfslok og mun hætta sem auglýsingastjóri DV.

Jón Trausti Reynisson var framvkæmdastjóri DV ehf síðustu tvö ár og var þar áður ritstjóri í fimm ár, eins og kemur fram á Nútímanum. Heiða B. Heiðarsdóttir var auglýsingastjóri DV í fjögur ár.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Þorsteinn Guðnason, verið skrifstofu ritstjórnar í dag, við Tryggvagötu 11.

Átökin um eignarhald á DV hafa vakið mikla athygli. Tilkynnt var um nýjan ritstjóra í síðustu viku, en þá tók Hallgrímur Thorsteinsson við af Reyni Traustasyni. Reyni var þá meinaður aðgangur að ritstjórn DV, eins og hann sagði á bítinu í vikunni. „Það er nú ekki búið að reka mig, formlega séð. Það er búið að víkja mér frá og ég má ekki koma á ristjórnina eða nota tölvupóstinn minn. Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ sagði hann á þriðjudagsmorgun.

Kjarninn hefur birt upptökur frá fundi á ritstjórn DV sem enduðu með því að Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sagði upp störfum. Í upptökunni kemur meðal ananars fram að blaðamenn óttist að nýir eigendur muni skoða tölvupóstinn þeirra.


Tengdar fréttir

DV kemur ekki út á morgun

"Deilurnar í hluthafahópnum hafa verið erfiðar og margir eru sárir vegna yfirlýsinga og framgöngu sumra stjórnarmanna,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri blaðsins

Reyni tíðrætt um jakkafötin

Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra.

Björn Leifsson mættur á fundinn

Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag.

Reynir bíður eftir brottrekstrinum

„Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“

Hætt við faglega úttekt á DV

Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu.

Aðstoðarritstjóri DV hættur störfum

„Það er ótrúlega sorglegt að þetta skuli enda svona. Vonandi heldur DV áfram að rokka,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.

Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi

Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×