Erlent

Átökin jukust um helgina

átökin aukast Ástandið um helgina var með því versta sem hefur verið í Kobane í margar vikur.
átökin aukast Ástandið um helgina var með því versta sem hefur verið í Kobane í margar vikur. vísir/afp
Átökin í sýrlenska landamærabænum Kobane færðust í aukana um helgina.

Íslamskir öfgamenn, sem kenna sig við Íslamska ríkið, sprengdu yfir fjörutíu sprengjur á yfirráðasvæði Kúrda í bænum, og margar bílasprengjur.

Loftárásir Bandaríkjamanna hafa hjálpað Kúrdum að undanförnu og hægt á sókn íslamskra öfgamanna. Ástandið er með því versta sem verið hefur í bænum að undanförnu en talið er að um 600 manns hafi látið lífið í bardögunum undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×