Erlent

Átök vegna ákvörðunar um að Tyrklandsstjórn taki yfir fjölmiðil

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan skrifstofur Zaman, sem er mest selda dagblað í Tyrklandi, í nótt vegna úrskurðar dómstóls um að blaðið færi undir yfirráð stjórnvalda. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur og handtók fjölda fólks.

Dómstóllinn gaf engar skýringar fyrir því að blaðið færi í ríkiseigu og einungis nokkrum klukkustundum eftir úrskurðinn var fjöldi fólks samankominn við ritstjórn blaðsins sem sagðist ætla að berjast fyrir fjölmiðlafrelsi.

Abdulhamit Bilici, ritstjóri blaðsins, sagðist ekki ætla að láta þennan úrskurð stoppa sig, enda sé ekki sé hægt að þagga niður í fjölmiðlum á tækniöld.

Zaman er tengt Hizmet hreyfingunni, sem er undir stjórn klerksins Fethulla Gulen, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Tyrknesk stjórnvöld líta á hreyfinguna sem hryðjuverkahóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×