Erlent

Átök milli flóttafólks og lögreglu í Calais

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælandi kastar hylki af táragasi aftur að lögreglu.
Mótmælandi kastar hylki af táragasi aftur að lögreglu. Vísir/AFP
Til átaka kom á milli flótta- og farandfólks og lögreglu í Calais í Frakklandi í kvöld. Flöskum var kastað að lögregluþjónum sem skutu reyksprengjum að fólkinu sem var að mótmæla fyrirhuguðu niðurrifi búðanna sem hafa gengið undir nafninu Frumskógurinn á mánudaginn.

Verið var að dreifa bæklingum í þúsundatali þar sem íbúum búðanna var tilkynnt að þau þyrftu að yfirgefa þær áður en jarðýturnar mæta á svæðið. Um 50 manns köstuðu steinum að lögreglu.

Samkvæmt BBC er talið að allt að tíu þúsund manns haldi til í búðunum. Flestum þeirra verður komið fyrir í öðrum flóttamannabúðum í Frakklandi. Góðgerðasamtök hafa áhyggjur af því að margir muni neita að fara, þar sem þeir sem halda til í búðunum vilja komast til Englands.

Yfirvöld í Frakklandi segjast ekki vilja beita valdi, en þau neyðist til þess að grípa inn í ef fólk neiti að fara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×