Erlent

Átök loka flugvelli í Líbíu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Flugumferð er og verður lömuð lengi vel.
Flugumferð er og verður lömuð lengi vel. Vísir/AFP
Sprengjuleifar liggja á flugbraut alþjóðaflugvallarins í Trípólí, höfuðborgar Líbíu, eftir að herskáir íslamistar réðust harkalega til atlögu þar í gær.

Flugvöllurinn hefur verið lokaður í rúma níu daga, og allt flug til og frá Trípóli liggur niðri.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa látið þau orð falla að flugvöllurinn gæti verið ónothæfur mánuðum saman, þar sem átökin hafa gjöreyðilagt aðalbyggingu flugvallarins, flugbrautir og fleiri tugi flugvéla.

Allt að 120 manns hafa særst í átökunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×