Viðskipti innlent

Átök í stjórn VÍS: Herdís Dröfn taldi sig hafa meirihlutastuðning

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður tryggingafélagsins.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður tryggingafélagsins.
Herdís Dröfn Fjeldsted, sem sagði sig úr stjórn VÍS á dögunum, segir að það hafi ávallt verið skýrt af hennar hálfu að hún sóttist eftir áframhaldandi formennsku í stjórn félagsins. Hún segist hafa talið sig hafa stuðning meirihluta stjórnarinnar til þess, en að á fyrsta fundi stjórnarinnar hafi komið í ljós að sá stuðningur reyndist ekki vera til staðar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi, en tilefni hennar eru bréfaskrif Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, nýkjörins stjórnarformanns VÍS, til hluthafa sem Vísir greindi frá fyrr í dag.

„Í aðdraganda aðalfundar félagsins og í kjölfar hans áttu sér stað nokkur samskipti milli stjórnarfólks um meðal annars stjórnarhætti og verkaskiptingu stjórnar. Það var allan tímann skýrt af minni hálfu að ég sóttist eftir því að gegna áfram formennsku í stjórn félagsins og taldi ég mig hafa stuðning meirihluta stjórnar til þess,“ segir Herdís í tilkynningu.

„Á fyrsta fundi stjórnar kom í ljós að sá stuðningur reyndist ekki vera til staðar. Það fylgir því mikil ábyrgð að sitja í stjórn tryggingafélags og afar mikilvægt að innan stjórnar ríki algert traust um vinnubrögð og starfshætti stjórnar.“

„Um þetta varð ágreiningur í aðdraganda aðalfundar og á fyrsta fundi. Ef traust er ekki til staðar er ekki hægt að ætlast til stjórnarsetu af viðkomandi stjórnarmanni. Ég óska VÍS velfarnaðar.“

Yfirlýsing frá Herdísi Dröfn Fjeldsted

Eins og fram kom í tilkynningu VÍS til kauphallar í þessari viku hef ég sagt mig úr stjórn VÍS. Í kjölfar bréfaskrifta formanns stjórnar til hluthafa, sem ratað hafa í fjölmiðla er rétt að greina nánar frá ástæðum þess.

Í aðdraganda aðalfundar félagsins og í kjölfar hans áttu sér stað nokkur samskipti milli stjórnarfólks um meðal annars stjórnarhætti og verkaskiptingu stjórnar. Það var allan tímann skýrt af minni hálfu að ég sóttist eftir því að gegna áfram formennsku í stjórn félagsins og taldi ég mig hafa stuðning meirihluta stjórnar til þess. 

Á fyrsta fundi stjórnar kom í ljós að sá stuðningur reyndist ekki vera til staðar. Það fylgir því mikil ábyrgð að sitja í stjórn tryggingafélags og afar mikilvægt að innan stjórnar ríki algert traust um vinnubrögð og starfshætti stjórnar. 

Um þetta varð ágreiningur í aðdraganda aðalfundar og á fyrsta fundi. Ef traust er ekki til staðar er ekki hægt að ætlast til stjórnarsetu af viðkomandi stjórnarmanni. Ég óska VÍS velfarnaðar.


Tengdar fréttir

Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×