Erlent

Átök fyrir utan kosningafund Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump er einn eftir í framboði hjá Repúblikönum og vantar aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér formlega útnefningu flokks síns.
Trump er einn eftir í framboði hjá Repúblikönum og vantar aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér formlega útnefningu flokks síns. Vísir/EPA
Til átaka kom fyrir utan kosningafund hjá Donald Trump í Albuquerque í Nýju Mexíkó í nótt.

Mótmælendur brutu rúður í nærliggjandi byggingum og köstuðu grjóti í átt að lögreglu. Lögreglan beitti hestum til að hafa stjórn á mótmælendunum og svo virðist sem piparúða hafi einnig verið beitt.

Trump er einn eftir í framboði hjá Repúblikönum og í gær vann hann næsta fyrirsjáanlegan sigur í Washington ríki. Nú vantar hann aðeins örfáa kjörmenn til að tryggja sér formlega útnefningu flokks síns.


Tengdar fréttir

Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton

Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×