Fótbolti

Atli í viðræðum við færeyskt lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson. Vísir/Vilhelm
Atli Eðvaldsson er í dag orðaður við sameinað lið TB, FC Suðuroy og Royn sem leikur í færeysku úrvalsdeildinni.

Þetta kemur fram á fréttavefnum nordlysid.fo en þar er einnig sagt að félagið vilji ráða erlendan þjálfara.

Meðal þeirra sem hefur verið rætt við er Jonas Dal, fyrrverandi þjálfari Esbjerg, Svíinn Roger Franzen og Jesper Tollefsen sem þjálfaði Leikni og Víking hér á landi.

Enginn þeirra tók þó við starfinu og eru nú viðræður við Atla yfirstandandi, samkvæmt áðurnefndri frétt.

Atli er fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins. Hann tók við landsliðinu árið 1999, eftir að hafa gert KR að Íslandsmeistara eftir rúmlega 30 ára bið, og stýrði því í fjögur ár.

Hann þjálfaði síðast í efstu deild á Íslandi þegar hann tók við Val árið 2009 en var síðast þjálfari Aftureldingar hér á landi sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×