Íslenski boltinn

Atli Freyr klárar tímabilið með Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Freyr á ferðinni í Evrópuleik gegn Motherwell í fyrra.
Atli Freyr á ferðinni í Evrópuleik gegn Motherwell í fyrra. vísir/daníel
Stjarnan hefur lánað kantmanninn Atla Frey Ottesen Pálsson til Gróttu en hann mun klára tímabilið með Seltirningum í 1. deildinni.

Atli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindavík á Vivaldi-vellinum.

Grótta er í erfiðri stöðu í 1. deildinni, í 11. og næstneðsta sæti með aðeins átta stig eftir 13 umferðir. Það eru þó bara fjögur stig upp í 10. sætið sem Fram vermir.

Gróttumönnum hefur gengið afar illa að skora en þeir hafa aðeins gert fjögur mörk í leikjunum 13 og mistekist að skora í 10 þeirra. Ekkert lið í fjórum efstu deildunum á Íslandi hefur skorað minna í sumar en Grótta.

Atli er hluti af hinum gríðarlega sterka 1995-árgangi Stjörnunnar en hann hefur aðeins leikið tvö deildarleiki með Garðabæjarliðinu í sumar.

Atli lék átta deildarleiki þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×