Innlent

Atli Erlendsson er matreiðslumaður ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Atli Erlendsson starfar sem matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Atli Erlendsson starfar sem matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu. Mynd/Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu, hlaut titilinn matreiðslumaður ársins eftir lokakeppni sem fram fór í Hörpu í dag. Annað sætið hlaut Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður í Vodafone. Yfirdómari keppninnar var Matti Jänsen frá Finnlandi.

Í tilkynningu segir að verkefni keppenda hafi verið að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.

„Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd.

Þar voru fjórir hlutskarpastir og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppninni í dag, þeir Atli og Steinn, Axel Clausen (Fiskmarkaðurinn) og Kristófer Hamilton Lord (Lava Bláa Lónið).“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×