Handbolti

Atli Ævar skoraði sex er Guif hirti stig af toppliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson skoraði sex mörk.
Atli Ævar Ingólfsson skoraði sex mörk. mynd/guif
Guif frá Eskilstuna undir stjórn Kristjáns Andréssonar gerði jafntefli við topplið Kristianstad, 25-25, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikurinn var mjög spennandi, en heimamenn í Guif jöfnuðu leikinn þegar 19 sekúndur voru eftir. Síðasta skot Kristianstad var svo varið þegar fimm sekúndur voru eftir.

Atli Ævar Ingólfsson línumaður Guif, var markahæstur á vellinum með sex mörk úr níu skotum, en hann hefur skorað mikið undanfarið.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varði sex skot og var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö víti af þeim fjórum sem hann reyndi við.

Tandi Már Konráðsson og félagar í Ricoh töpuðu svo með sjö marka mun á heimavelli gegn Lugi, 30-23. Tandri skoraði þrjú mörk úr sex skotum.

Guif er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð eftir 30 umferðir með 35 stig en nýliðar Ricoh eru í tólfta sæti af fjórtán liðum með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×