Handbolti

Atli Ævar markahæstur í sigri Guif

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Atli Ævar stóð fyrir sínu að vanda
Atli Ævar stóð fyrir sínu að vanda mynd/guif
Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði Eskilstunda Guif sem lagði Skövde 31-29 í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Atli skoraði 6 mörk í leiknum líkt og Daniel Pettersson en Aron Rafn Eðvarðsson lék í marki Guif í leiknum.

Guif hafði þægilega sex marka forystu í hálfleik 18-12 en Skövde náði að minnka muninn í seinni hálfleik og jafnaði metin þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka en Guif var sterkara á endasprettinum.

Á sama tíma skoraði Tandri Már Konráðsson 4 mörk fyrir Ricoh sem tapaði 29-25 fyrir Alingsås á útivelli.

Heimamenn voru 16-12 yfir í hálfleik og héldu þeirri forystu út allan leikinn.

Alingsås fór á topp deildarinnar með sigrinum. Ricoh er í 11. sæti með 7 stig. Guif lyfti sér upp í fimmta sæti með sigrinum á Skövde sem féll niður í 10. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×