SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Atlético Madrid og Valencia síđustu liđin inn í átta liđa úrslitin

 
Fótbolti
21:22 14. JANÚAR 2016
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld.
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld. VÍSIR/GETTY

Atlético Madrid og Valencia tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins eftir sigra í seinni leikjum sínum í sextán liða úrslitum.

Atlético Madrid vann 3-0 heimasigur á Rayo Vallecano og þar með 4-1 samanlagt en liðið gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Lærisveinar Gary Neville unnu 3-0 útisigur á Granada og þar með 7-0 samanlagt.

Argentínumaðurinn Ángel Correa og Frakkinn Antoine Griezmann (2 mörk) skoruðu mörk Atlético Madrid en vörn liðsins hélt enn á ný hreinu í kvöld.

Antoine Griezmann hefur þar með skorað fimmtán mörk á leiktíðinni eða þrefalt meira en næstmarkahæsti leikmaður liðsins.

Wilfried Zahibo, Paco Alcácer og Pablo Piatti skoruðu mörk Valencia.

Atlético Madrid og Valencia bættust þar með í hóp með Sevilla, Mirandés, Celta Vigo, Athletic Bilbao, Barcelona, Las Palmas sem höfðu komist áfram í gær og í fyrradag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Atlético Madrid og Valencia síđustu liđin inn í átta liđa úrslitin
Fara efst