Atlético Madrid og Valencia síđustu liđin inn í átta liđa úrslitin

 
Fótbolti
21:22 14. JANÚAR 2016
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld.
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld. VÍSIR/GETTY

Atlético Madrid og Valencia tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins eftir sigra í seinni leikjum sínum í sextán liða úrslitum.

Atlético Madrid vann 3-0 heimasigur á Rayo Vallecano og þar með 4-1 samanlagt en liðið gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Lærisveinar Gary Neville unnu 3-0 útisigur á Granada og þar með 7-0 samanlagt.

Argentínumaðurinn Ángel Correa og Frakkinn Antoine Griezmann (2 mörk) skoruðu mörk Atlético Madrid en vörn liðsins hélt enn á ný hreinu í kvöld.

Antoine Griezmann hefur þar með skorað fimmtán mörk á leiktíðinni eða þrefalt meira en næstmarkahæsti leikmaður liðsins.

Wilfried Zahibo, Paco Alcácer og Pablo Piatti skoruðu mörk Valencia.

Atlético Madrid og Valencia bættust þar með í hóp með Sevilla, Mirandés, Celta Vigo, Athletic Bilbao, Barcelona, Las Palmas sem höfðu komist áfram í gær og í fyrradag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Atlético Madrid og Valencia síđustu liđin inn í átta liđa úrslitin
Fara efst