Innlent

Atlagan „ofsafengin og hrottaleg“

Friðrik Brynjar í Héraðsdómi Austurlands í lok ágúst.
Friðrik Brynjar í Héraðsdómi Austurlands í lok ágúst.
Atlaga Friðriks Brynjars Friðrikssonar, sem var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni nágranna sínum að bana, var ofsfengin og hrottaleg. Hún var jafnframt svo skyndileg að Karl hafi litlum sem engum vörnum komið við.

Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Héraðsdóm Austurlands.



Í niðurstöðukafla dómaranna segir meðal annars að vafi um sekt Friðriks Brynjars sé harla lítill. Hann hefur alltaf neitað sök, og í fyrstu kvaðst hann ekkert muna eftir því sem gerðist aðfaranótt 7. maí.

Fyrir dómi í lok ágúst sagði hann að myndin væri farin að skýrast og hann myndi eftir því sem gerðist. Það er álit dómsins að það teljist ekki trúverðugt að minnið fari batnandi svo löngu eftir atburðinn, heldur sé nærtækari skýring sú að minni hafi tekið að litast af samtölum við aðra og lestri málsgagna.

Framburður hans um atriði sem verulegu máli skipta geta hvorki talist stöðug né trúverðug.

Þá segir einnig að haldi Friðrik Brynjar fram sakleysi sínu hljóti það að fela í sér að annar óþekktur einstaklingur, og þá helst með hund meðferðis, hafi verið að verki umrædda nótt.

Sjálfsvíg sé útilokað, og ekkert hafi komið fram sem styðji það að Karl, sem var öryrki og einstæðingur á sextugsaldri, hafi átt sér óvildarmenn.

Þá sé ljóst að ráðrúm annars geranda til að vinna þann verknað sem lýst er í ákæru, án þess að Friðrik Brynjar yrði þess var er hann snéri aftur í íbúðin, hefur verið lítið sem ekkert. 

Dóminn má lesa hér.


Tengdar fréttir

Friðrik Brynjar í 16 ára fangelsi

Friðrik Brynjar Friðriksson var nú fyrir stundu dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni nágranna sínum að bana í byrjun maí síðastliðinn.

Dómur í morðmáli í dag

Dómur verður kveðinn upp yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni nágranna sínum að bana í maí síðastliðnum. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér 16 ára fangelsi.

Samskiptabrestur tafði morðrannsókn á Egilsstöðum

Svo virðist sem samskiptabrestur á milli Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Egilsstöðum hafi orðið til þess að morðrannsókn á Egilsstöðum seinkaði um nokkrar klukkustundir.

Grunaður morðingi var ofurölvi

Friðrik Brynjar Friðriksson, sem sætir ákæru fyrir morðið á Karli Jónssyni á Egilsstöðum í vor, var mjög ölvaður eða jafnvel með áfengiseitrun kvöldið sem Karl var myrtur.

"Ég veit ég gerði þetta ekki“

Aðalmeðferð í manndrápsmáli stendur nú yfir í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Þar er Friðrik Brynjar Friðriksson ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á Egilsstöðum þann 7. maí síðastliðinn.

Manndrápsmál í héraðsdómi fyrir austan

Aðalmeðferð í manndrápsmáli stendur nú yfir í héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Friðrik Brynjar Friðriksson er ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á Egilsstöðum þann sjöunda maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×