Erlent

Atkvæði greitt gegn frumvarpi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mariela Castro varð fyrst kúbverskra þingmanna til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpi.
Mariela Castro varð fyrst kúbverskra þingmanna til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpi. Vísir/AP
Þau tíðindi gerðust á Kúbu í gær að þingmaður greiddi í fyrsta sinn atkvæði gegn frumvarpi. Það var Mariela Castro, dóttir Rauls forseta og bróðurdóttir Fidels, sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um réttindi verkamanna.

Henni þótti frumvarpið ekki tryggja nógu vel réttindi alnæmissmitaðra og fólks með óhefðbundna kynhneigð.

Sérfræðingar í sögu Kúbu muna ekki til þess að nokkurn tímann áður hafi þingmaður greitt atkvæði gegn frumvarpi.

Þingið kemur saman tvisvar á ári til þess eins að hlýða á ræður og afgreiða frumvörp með handaruppréttingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×