Körfubolti

Atkinson: Haukur er bara einhver guð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atkinson.
Atkinson. vísir
„Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld.

Njarðvík vann magnaðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en leikurinn fór 65-62 og fór hann fram í Ásgarði.

„Stjörnumenn geta heldur betur skorað stig og við spiluðum bara frábæran varnarleik á þá. Við héldum þeim í 10 stigum í fyrsta leikhlutanum og það sýnir hversu góður okkar varnarleikur var.“

Atkinson segir að liðið hafi lagt upp með því að stöðva þeirra sóknir.

„Það líta allir á okkur sem minna liðið í þessu einvígi og það er bara fínt. Okkur líður þá bara vel. Það var nokkuð sérstakt að spila á móti mínu gamla félagi. Þetta er liðið sem gaf mér mitt fyrsta tækifæri að spila erlendis.“

Hann segist vera ánægður með að Coleman hafi ekki náð að jafna leikinn undir lokin.

„Dómarnir voru frábærir í kvöld og leikmenn sýndu fína takt, en Haukur Helgi, hann er bara einhver guð. Þvílíkur leikmaður og maður skilur vel af hverju hann lék á Spáni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×