Viðskipti innlent

Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Átján starfsmönnum Arion banka var í dag sagt upp í hagræðingarskyni. Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arion banka.

Arion hefur á undanförnum árum ráðist í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir. Frá árinu 2009 hefur bankinn meðal annars lokað sextán útibúum og afgreiðslum víðsvegar um landið og hefur starfsfólki bankans fækkað um 120.

Í tilkynningu frá bankanum segir að fækkun starfsfólks hafi að miklu leyti náðst fram í gegnum hefðbundna starfsmannaveltu með þeim hætti að ekki hefur verið ráðið aftur í störf sem losna.

Eftir lokun afgreiðslunnar á Hólmavík starfrækir Arion banki 23 útibú og afgreiðslur um land allt. Viðskiptavinir afgreiðslunnar á Hólmavík geta sótt þjónustu í útibú bankans í Borgarnesi eða hvert það útibú bankans sem þeir kjósa, en um helmingur viðskiptavina afgreiðslunnar á Hólmavík er með búsetu á höfuðborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×