Handbolti

Átján marka sigur Stjörnukvenna á Hlíðarenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í Stjörnuliðinu.
Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í Stjörnuliðinu. Vísir/Eyþór
B-lið Vals átti ekki mikla möguleika á móti Stjörnunni í 1. umferð Coca-Cola bikars kvenna á Hlíðarenda í kvöld.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Stjörnukonur, sem hafa unnið 6 af 8 deildarleikjum sínum og eru í 2. sæti Olís-deildarinnar komust örugglega áfram í átta liða úrslitin.

Stjörnuliðið vann leikinn á endanum með átján marka mun og skoraði meira en tvöfalt fleiri mörk en heimastúlkur í Val.

Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í Stjörnuliðinu með sex mörk en alls skoruðu tíu leikmenn liðsins tvö mörk eða fleiri í þessum leik.

Stjörnukonur voru komnar þrettán mörkum yfir í hálfleik, 19-6, en unnu seinni hálfleikinn síðan með fimm mörkum, 13-8.



Valur 2 - Stjarnan 14-32 (6-19)

Mörk Vals 2: Alexandra Diljá Birkisdóttir 6, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 3, Heiðrún Sverrisdóttir 2, Vala Magnúsdóttir 2, Elín Helga Lárusdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Kristín Viðarsdóttir Scheving 5, Nataly Sæunn Valencia 4, Brynhildur Kjartansdóttir 4, Andrea Valdimarsdóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Solveig Lára Kjærnested 1, Stefanía Theodórsdóttir 1.



vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×