Golf

Átján högga sveifla hjá Day sem jafnaði vallarmetið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jason Day byrjar frábærlega á TPC Sawgrass.
Jason Day byrjar frábærlega á TPC Sawgrass. vísir/getty
Ástralski kylfingurinn Jason Day er í efsta sæti á Players-meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hring en þetta er annað risamót ársins á eftir The Masters.

Day fékk níu fugla og engan skolla og er því níu höggum undir pari eftir fyrsta hring. Hann er með tveggja högga forskot á Cameron Tringale, Shane Lowry, Justin Rose og Bill Haas sem eru allir á sjö höggum undir pari.

Ástralinn, sem er efstur á heimslistanum, fór annan hringinn á TPC Sawgrass-vellinum í fyrra á sama móti á 81 höggi og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Um er að ræða 18 högga sveiflu frá því hann spilaði síðast á mótinu.

Hann spilaði hringinn í dag á 63 höggum sem er jöfnun á vallarmetinu. Frábær byrjun hjá Day sem vann sitt fyrsta stórmót á síðasta ári er hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu.

Allir hringirnir á Players-meistaramótinu eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×