Fótbolti

Átján ára sonur George Weah skoraði gegn Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Weah í baráttunni í dag.
Weah í baráttunni í dag. vísir/getty
Timothy Weah, sonur goðsagnarinnar George Weah, var á skotskónum fyrir PSG í dag er liðið tapaði fyrir Bayern Munchen í æfingarleik.

Mótið er hluti af International Champions Cup en leikið er í Austurríki. Weah kom PSG á bragðið á átjándu mínútu en hann er einungis átján ára gamall. Fæddur árið 2000.

Í síðari hálfleik gáfu þýsku meistaranir í. Javi Martinez jafnaði eftir klukkutíma leik og Renato Sanchez kom þeim í 2-1 átta mínútum síðar.

Það var svo sautján ára hollenskur framherji sem skoraði þriðja markið, Joshua Zirkzee, en fyrstu tvö mörkin höfðu komið á Gianluigi Buffon. Hann var farinn af velli er þriðja markið kom.

Liðin spila aftur næsta laugardag. Þá spilar Bayern gegn Manchester City en PSG spilar við Arsenal. Í báðum tilvikum mæta stjórar ensku liðanna sínum gömlu lærisveinum; Pep Guardiola mætir Bayern og Unai Emery mætir PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×