Lífið

Athafnakonur undir þrítugu komu saman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrsta stjórn UAK, frá vinstri: Kristel, Rakel, Lilja, Karen og Andrea.
Fyrsta stjórn UAK, frá vinstri: Kristel, Rakel, Lilja, Karen og Andrea.
Stofnfundur nefndarinna Ungar athafnakonur var í gærkvöldi en nefndin hóf störf í haust og starfar undir Félagi kvenna í atvinnulífinu.

Markmið nefndarinnar er að hvetja ungar konur til þess að stíga fram sem þátttakendur í atvinnulífinu og skapa vettvang þar sem þær fá tækifæri til að læra hver af annarri, mynda tengslanet og skiptast á hugmyndum.

Nefndin er opin öllum konum sem eru í námi eða nýlega komnar út á vinnumarkaðinn og er viðmiðunaraldurinn þrjátíu ára og yngri.

Að sögn Karenar Óskar Gylfadóttur, sem situr í stjórn Ungra athafnakvenna mættu um 160 konur á stofnfundinn.

„Við í stjórn Ungra athafnakvenna erum í skýjunum með þessar frábæru móttökur og viljum þakka öllum sem kíktu á okkur og öllum þeim sem hafa eða munu skrá sig til leiks með okkur. Við hlökkum til að eiga góðar stundir saman, efla tengslanet okkar, styrkja stöðu kvenna, hvetja hvor aðra áfram og saman skapa mikilvægan vettvang fyrir konur í námi og þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu,“ segir hún.

Andrea Röfn, Sunneva Sverrisdóttir og Áslaug Arna.
Þura Stína þeytti skífum.
Fullt hús kvenna.
Vala hjá Plain Vanilla ávarpaði hópinn.
Lilja ávarpaði hópinn líka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×