Innlent

Ástusjóður afhendir björgunarsveitum flygildi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vÍSIR/VILHELM
Minningarsjóður Ástu Stefánsdóttur mun á morgun afhenda björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu dróna, eða flygildi, ásamt myndavélum og hitamyndavélum. Flygildin eru þau fyrstu sem björgunarsveitir á Íslandi fá til afnota en með þeim má framkvæma yfirborðsleit á stóru svæði á stuttum tíma.

Ástusjóður var stofnaður síðastliðið sumar til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð og fannst rúmum fimm vikum eftir slysið fremst í gljúfrinu. Það er áherslu atriði hjá sjóðnum að styrkja björgunarsveitirnar með nýrri tækni sem gerir leit að fólki við erfiðar aðstæður líklegri til árangurs.


Tengdar fréttir

Lík fannst í Bleiksárgljúfri

Talið er að líkið sé af Ástu Stefánsdóttur, sem leitað hefur verið á þessum slóðum síðan 10. júní, en þann dag fannst lík sambýliskonu hennar, Pino De Los Angeles Becerra Bolanos, ofar í gljúfrinu.

Tónleikar í anda Ástu

Ástusjóður efnir til styrktartónleika í Austurbæ á þriðjudagskvöld. Sjóðurinn er til minningar um Ástu Stefánsdóttur lögfræðing, sem fórst í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð í sumar. Sjóðurinn safnar nú fyrir öflugum leitartækjum til handa björgunarsveitum á




Fleiri fréttir

Sjá meira


×