Innlent

Ástþór og félagar rukka inn á Þingvelli

Bjarki Ármannsson skrifar
Jónas Jónasson náttúruunnandi bregður sér í líki gjaldtökumanns.
Jónas Jónasson náttúruunnandi bregður sér í líki gjaldtökumanns. Mynd/Ástþór Magnússon
Hópurinn Íslenskir náttúruunnendur með Ástþór Magnússon í fararbroddi héldu mótmælaaðgerðum gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu áfram í dag. Námu þeir á brott skilti sem krefur fólk um 600 króna aðgangseyri að svæðinu og komu því fyrir á Þingvöllum. Vildu þeir með þessu vekja athygli á fáránleika þess að rukkað sé inn á Geysissvæðið.

Í tilkynningu frá hópnum segir að ferðamenn hafi rétt hinum ólögmætu gjaldtökumönnum þúsundkall og verið ósáttir þegar ekki stóð til að gefa þeim til baka.

„Íslandsgestinum stendur ekkert á sama um peningana þótt hann hugsi sitt og kurteislega láti ræna sig,“ segir í tilkynningunni.

Hópurinn kallar rukkunina ólögmæta og segir að sé ekki gripið í taumana muni „tollheimtumenn spretta upp eins og gorkúlur í náttúrunni um allt land á næstu mánuðum.“ Slíkt muni skaða íslenskan ferðamannaiðnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×