Erlent

Áströlsk hjón í haldi Al-Kaída

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tuttugu og sjö voru skotnir til bana í árás Al-Kaída 15.janúar.
Tuttugu og sjö voru skotnir til bana í árás Al-Kaída 15.janúar. vísir/afp
Tveir ástralskir ríkisborgarar eru í haldi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída. Þeim var rænt í Búrkína Fasó í Vestur-Afríku í síðasta mánuði, skammt frá landamærunum að Níger og Malí. Um er að ræða hjón á níræðisaldri.

Vígasamtökin lýstu ráninu á hendur sér á föstudag og sögðust ætla að sleppa konunni án nokkurra skilyrða, þar sem það sé trúarleg skylda þeirra að skaða ekki konur, börn eða eldri borgara.

Fólkið var tekið þegar samtökin réðust inn á hótel í höfuðborginni og skutu 27 manns til bana. Nokkrir liðsmenn voru handteknir í tengslum við árásina en samtökin segjast tilbúin til að sleppa karlmanninum verði liðsmenn þeirra látnir lausir.


Tengdar fréttir

Umsátursástandi lokið í höfuðborg Búrkína Fasó

Hersveitir réðust til atlögu gegn árásarmönnum sem lagt höfðu undir sig vinsælt hótel í Ouagadougou. 126 gíslar voru frelsaðir en talið er að minnst 22 hafi látist, þar af þrír af árásarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×