Sport

Ástralskur Ólympíufari játar sekt í fíkniefnamáli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kajakræðarinn Nathan Baggaley.
Kajakræðarinn Nathan Baggaley. Vísir/Getty
Nathan Baggaley, Ólympíuverðlaunahafi frá Ástralíu, hefur játað fyrir dómi að hafa tekið þátt í að skipuleggja metamfetamínframleiðslu í Sydney og á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna þessa.

Baggeley vann tvenn silfurverðlaun í kajakróðri á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 og gullverðlaun í þremur heimsmeistarakeppnum. Hann féll á lyfjaprófi árið 2005 fyrir steranotkun og var þá dæmdur í keppnisbann.

Baggeley var svo handtekinn í Ástralíu árið 2013 í tengslum við rannsókn lögreglu á tveimur metamfetamínverksmiðjum sem hafði verið komið upp í íbúabyggð í höfuðborginni Sydney. Meðal annarra sem voru handteknir voru Dru Baggeley, bróðir Nathan.

Upphaflega var ákæra Baggeley í níu liðum en eftir að hann játaði sekt í tveimur þeirra voru hin atriðin látin niður falla. Hann hefur verið handtekinn nokkrum sinnum áður síðustu fimm árin en dómur í þessu máli verður kveðin upp þann 13. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×