Erlent

Ástralskur blaðamaður laus úr fangelsi í Egyptalandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Peter Greste á bak við lás og slá í Egyptalandi.
Peter Greste á bak við lás og slá í Egyptalandi. Vísir/AFP
Ástralskur blaðamaður sem handtekinn var í Egyptalandi í desember 2013 og síðar fangelsaður fyrir að falsa fréttir verður vísað burt úr landinu.

Blaðamaðurinn, Peter Greste, starfar fyrir al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Tveir aðrir blaðamenn stöðvarinnar voru handteknir ásamt Greste en ekki liggur fyrir hvort að þeim verði líka vísað frá Egyptalandi. Annar þeirra er með egypskan og kanadískan ríkisborgararétt og hinn er Egypti.

Al-Jazeera hefur frá upphafi krafist að blaðamennirnir yrðu látnir lausir. Þeir hafa staðfastlega neitað sök og sögðu að réttarhöldin yfir þeim hafi verið skrípaleikur. Blaðamennirnir voru meðal annars sakaðir um að starfa með múslimska bræðralaginu sem var bannað í kjölfar þess að Mohammed Morsi var steypt af forsetastóli 2013.

Samkvæmt upplýsingum frá egypskum stjórnvöldum var það ákvörðun forsetans að vísa Greste burt úr landinu, að því er fram kemur í frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×