Bíó og sjónvarp

Ástandsstúlkurnar sviptar sjálfræði

Alma Ómarsdóttir vinnur nú að heimildamynd um „ástandstúlkurnar“ og afdrif þeirra, en hún hefur hafið söfnuð á Karolina Fund til að fjármagna myndina.

Myndin er heimildamynd í fullri lengd en þar biðlar Alma til almennings um að leggja myndinni til fé svo Alma geti klárað að vinna hana, en takmark hennar er að safna um 3000 evrum, eða tæpri hálfri milljón íslenskra króna.

„Ég heiti Alma Ómarsdóttir og er að leggja lokahönd á heimildamynd sem fjallar um íslenskar stúlkur á tímum hernámsins á Íslandi, með sérstaka áherslu á aðgerðir yfirvalda gegn þeim stúlkum sem umgengust hermenn. Mér finnst málefnið mjög mikilvægt, en í myndinni er svipt hulunni af atburðum sem eru flestum ókunnir, og sumt hefur aldrei fengið að heyrast í þau sjötíu ár sem liðin eru frá tímum hernámsins.  Mig vantar fjármagn til þess að ljúka framleiðslunni, og óska eftir ykkar stuðningi.“

Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×