Erlent

Ástandið í Líbíu fer enn versnandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Þrjátíu og sex hið minnsta féllu í átökum líbískra hersveita og herskárra íslamista í borginni Benghazi í Líbíu í dag og í nótt. Yfirvöld þarlendis fullyrða að yfir hundrað og fimmtíu hafi fallið í átökunum síðastliðnar tvær vikur og að yfir fjögur hundruð séu særðir. Flestir þeirra óbreyttir borgarar. Íslamistar hafa búið um sig í skotgröfum í borginni Benghazi og hafa átökin þar harðnað til muna síðastliðna viku.

vísir/ap
Þá hafa nokkur sendiráð verið rýmd þar í landi af öryggisástæðum, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna og hefur utanríkisráðuneytið í Washington beint því til Bandaríkjamanna að ferðast ekki til Líbíu. Bretar ætla þó að halda sínu sendiráði starfhæfu áfram.  Ástandið í Líbíu hefur verið óstöðugt frá árinu 2011 en hefur sjaldan verið jafn slæmt og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×