Innlent

Ástandið í Aleppo til háborinnar skammar fyrir heiminn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Allar kirkjuklukkur landsins hringdu klukkan fimm í dag.
Allar kirkjuklukkur landsins hringdu klukkan fimm í dag. Vísir/skjáskot
„Kirkjan er hálf ráðþrota og magnvana gagnvart hörmungunum en getum hringt kirkjuklukkunum okkar til að vekja athygli á því og þannig látiðí ljós að okkur standi ekki á sama,“ segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju.

Í dag hringdu allar kirkjuklukkur landsins klukkan fimm til að vekja athygli á neyðarástandi sem ríkir í borginni Aleppo í Sýrlandi.

Dagur sameinuðu þjóðanna er í dag og var ákveðið að hefja átak til að vekja athygli áástandinu. Því munu kirkjur allra Norðurlandanna, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku hringja kirkjuklukkum íþrjár mínútur klukkan fimm á hverjum degi í heila viku.

„Þarna er stórmál á ferðinni og til háborinnar skammar fyrir heiminn og vestræn samfélög að þetta viðgangist,“ bætir DavíðÞór við.

Hann segir kirkjuna hafa spámannlegt hlutverk í samfélaginu. „Og ber að brýna sína spámannlegu raust. Láta í sér heyra, gagnrýna óréttlætið, ekki bara hér á landi heldur í heiminum. Kirkjan getur vakið athygli á misrétti, dregiðþað fram í dagsljósis, til dæmis meðþví að hringja kirkjuklukkum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×