Viðskipti innlent

Ásta Dís hættir hjá Fríhöfninni

Atli Ísleifsson skrifar
Ásta Dís Óladóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar árið 2010.
Ásta Dís Óladóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar árið 2010.
Ásta Dís Óladóttir hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Tilkynning um þetta barst starfsmönnum Fríhafnarinnar fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta.

Í fréttinni segir að í tölvupósti til starfsmanna sem barst í dag séu Ástu Dís þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Segir að Ásta Dís muni láta af störfum næsta miðvikudag, en fljótlega eftir helgi verði tilkynnt hver muni tímabundið gegna stöðu framkvæmdastjóra þar til búið er að ráða í stöðuna.

Ásta Dís tók við stöðu framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar árið 2010. Hún er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og doktorspróf í alþjóðlegum viðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún starfaði þar áður við Háskólann á Bifröst sem dósent í viðskiptafræði, forstöðumaður rannsóknaseturs um alþjóðleg viðskipti og forseti Viðskiptadeildar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×