Erlent

Assange sagður íhuga að gefa sig fram

Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðustu tvö árin þar sem hann sótti um og fékk pólitískt hæli.
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðustu tvö árin þar sem hann sótti um og fékk pólitískt hæli. Vísir/AFP
Julian Assange, forsprakki uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks gæti verið að búa sig undir að yfirgefa sendiráð Ekvadors í London, þar sem hann hefur verið í tvö ár.

Þetta fullyrðir Sky fréttastofan og bætir við að hann gæti verið að íhuga að gefa sig fram hjá lögreglu en Assange er eftirlýstur í Svíþjóð fyrir kynferðisbrot sem hann á að hafa framið gegn tveimur konum þar í landi.

Að sögn Sky er búist við að Assange haldi blaðamannafund nú innan stundar þar sem hann muni útskýra málið en hann er sagður við slæma heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×