Íslenski boltinn

Ásmundur kominn með Framara í toppbaráttuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram. Vísir/Andri Marinó
Framarar unnu endurkomusigur á Leikni Reykjavík í Inkasso-deildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Sigurinn skilar Framliðinu upp í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, er heldur betur að gera góða hluti með Framara eftir erfiða byrjun. Fram-liðið fékk aðeins tvö stig í fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan náð í 10 af 12 stigum í boði.

Þetta var þriðji sigur liðsins í undanförnum fjórum deildarleikjum og þá eru Framarar einnig komnir í átta liða úrslit Borgunarbikars karla.

Leikurinn í kvöld byrjaði þó ekki vel því Kristján Páll Jónsson kom Leikni í 1-0 á 49. mínútu en Framarar snéru leiknum við með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.

Hlynur Atli Magnússon jafnaði leikinn á 70. mínútu og Dino Gavric skoraði síðan sigurmarkið á 76. mínútu.

Lokamínúturnar voru samt dýrkeyptar því tveir leikmenn Fram fengu þá sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ingiberg Ólafur Jónsson fékk rautt spjald á 84. mínútu og Ivan Bubalo fékk síðan rauða spjaldið á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Leiknismenn byrjuðu tímabilið vel en ekkert hefur gengið síðan í lok maí og þetta var fjórða tap liðsins í röð í deild og bikar.

Upplýsingar um markaskorar eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×