Íslenski boltinn

Ásmundur aðstoðarþjálfari FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Freyr Alexandersson og aðstoðarþjálfarinn Ásmundur Haraldsson.
Freyr Alexandersson og aðstoðarþjálfarinn Ásmundur Haraldsson. vísir/tom
Ásmundur Haraldsson hefur tekið við stöðu aðstoðarþjálfara FH í Pepsi deild karla. Þetta staðfestir fótbolti.net í kvöld.

Ásmundur er aðstoðarþjálfari Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, og mun gegna þeirri stöðu áfram samhliða starfinu hjá FH.

Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust eftir að Heimir Guðjónsson yfirgaf félagið. Aðstoðarþjálfari Heimis, Ólafur Páll Snorrason, tók við þjálfun Fjölnis.

Ásmundur og Ólafur þekkjast vel, en þeir léku saman hjá KR.

Ásmundur er 41 árs og hefur þjálfað Gróttu og verið við þjálfun hjá Skínanda í Garðabæ.


Tengdar fréttir

Óli Kristjáns: Svipuð gæði hjá FH og Randers

Ólafur Kristjánsson er kominn aftur heim í íslenska boltann og hefur tekið við stjórnartaumunum hjá sínu gamla félagi FH. Þjálfarinn segist vera sáttur við það sem hann hafi séð á æfingum hjá liðinu hingað til.

Castillion á leið til FH

Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×