Innlent

ASÍ skoðar verklag við framkvæmd verðlagseftirlits

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
10-11 er með hærra verð á kvöldin og um helgar í þremur verslunum sínum.
10-11 er með hærra verð á kvöldin og um helgar í þremur verslunum sínum. Fréttablaðið/Pjetur
ASÍ mun skoða hvort tilefni sé til að endurskoða verklag við framkvæmd verðlagseftirlits í ljósi frétta af verðhækkunum verslana 10-11 á kvöldin og um helgar. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum þetta svona staðfest og við munum setjast niður og skoða þær breytingar sem hafa orðið. Það verður farið yfir það hvort ástæða sé til að endurskoða verklagið,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, en markmið verðlagseftirlitsins er að auka upplýsingastreymi til neytenda og veita fyrirtækjum aðhald.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast og nemur hækkunin að meðaltali átta prósentum. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×