Innlent

Ásgerður Jóna beið lægri hlut gegn Reyni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON BRINK/GVa
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, beið lægri hlut í meiðyrðamáli sem hún höfðaði á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, vegna fréttar sem birtist í blaðinu árið 2013. Henni er gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað.

Ásgerður fór fram á að ummæli sem birtust um hana í blaðinu í júlí 2013 yrðu dæmd dauð og ómerk. Á það féllst dómurinn þó ekki, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Málið snýst um frétt í DV þar sem fullyrt var að Ásgerður hefði verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en ummælin voru höfð eftir viðmælanda blaðsins sem var nágranni Ásgerðar. Málið var þó aldrei kært til lögreglu með formlegum hætti og rannsókn hætt í lok júlí 2013. DV birti áréttingu um efni fréttarinnar í janúar í fyrra. 

Ekki náðist í Ásgerði Jónu við vinnslu fréttarinnar. Reynir tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir málið „algjöran sigur“ fyrir sig og þakkar lögmanni sínum fyrir, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Tússaði á bíla en var aldrei kærð

Fyrirtaka í meiðyrðamáli Ásgerðar Jónu Flosadóttur á hendur Reyni Traustasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×